Nýtt upphaf

700 kr

Nýtt upphaf er fyrsta uppskriftin sem ég geri svo að sjalið fær því þetta nafn. 

Sjalið er blanda af garðaprjóni og fallegu mynstri sem kallast "honeycomb" á ensku og endar svo í fallegri en einfaldri blúndu. Mjög auðvelt er að stækka það ef þú vilt. Blúndan er bæði með leiðbeiningar í texta og mynd. 

Sjalið þarf eina hespu af fingering garni í hvorum lit, sýnishornið notar Bollaköku og Dökkt súkkulaði á Vinga, singles en hægt er að nota hvaða grunn sem er og leika sér með litina.