Ég heiti Inga Rós og hef nú ekkert alltaf talist mikil prjóna eða handavinnukona, en eftir að sonur minn (númer 2 af 3) fæddist færðist prjónaskapurinn í aukana og síðan sá 3ji kom í heiminn eru prjónarnir aldrei langt undan. 

Það hefur lengi verið draumur að handlita mitt eigið garn og fyrir rúmlega tveimur árum ákvað ég að prófa að lita með matarlitum og fann strax að þetta var eitthvað sem mig langaði að taka skrefinu lengra. 

Fyrir ári síðan opnaði ég svo Etsy verslun og núna þessa netverslun, ég byrjaði líka að sauma verkefnatöskur fyrir sjálfan mig og sel þær núna í versluninni líka. 

Ég lita ekki mikið í einu þar sem að ég er enn að gera þetta meðfram vinnu og fjölskyldu, ég reyni að vera virk inni á bæði facebook og Snapchat ef þig langar að fylgjast með þar.

Frá Héraði

Bláargerði 57, 700 Egilsstaðir

6697505, unnarsdottir77@gmail.com